Miðvikudagur 8. janúar, 2025
-9.2 C
Reykjavik

Börnin sem eignast Samherja – Baldvin erfðaprinsinn 

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri, og Kristján Vilhelmsson útgerðarstjóri, aðaleigendur Samherja, hafa afsalað sér hlutabréfaeign sinni í Samherja hf. til barna sinna. Börnin sex halda því á 84,5 prósenta hlut í fyrirtækinu. Mútumál Samherja tengt Namibíu er enn til rannsóknar hjá embætti héraðssaksóknara, en hefur tafist vegna COVID-19 heimsfaraldursins.

Mannlíf skoðar hverjir sexmenningarnir eru sem halda nú um stjórnartaumana í einu stærsta og valdamesta fyrirtæki landsins. Samkvæmt heimildamanni Mannlífs sem þekkir til systkinanna eru þau öll jarðbundin og hörkudugleg í því sem þau hafa tekið sér fyrir hendur.

Baldvin – Erfðaprinsinn
21,5% / 15,2 – 17,8 milljarðar króna

 

Baldvin Þorsteinsson er fæddur 1983 og er sá af sexmenningunum sem þekktastur er úr viðskiptalífinu. Baldvin er framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Samherja og stjórnarformaður Eimskips frá því í september 2018, en Samherji er stærsti eigandi skipafélagsins. Auk þess er hann í stjórn Jarðborana, en hann er fyrrum forstjóri félagsins.

Baldvin útskrifaðist af eðlisfræðibraut Menntaskólans á Akureyri og lauk BS-námi í iðnaðarverkfræði við Háskóla Íslands árið 2007. Eftir nám lá leiðin í greiningardeild Glitnis og þaðan til Samherja.

Baldvin spilaði handbolta í tólf ár í efstu deild, síðast með FH.

- Auglýsing -

Athygli vakti í mars í fyrra þegar Baldvin veittist að Má Guðmundssyni seðlabankastjóra, að loknum fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á Alþingi, þar sem Samherjamálið og vinnubrögð Seðlabankans í málinu voru til umfjöllunar. Að fundinum loknum ætlaði Már að ræða við Þorstein Má, föður Baldvins. „Hafðu smá sómakennd og drullaðu þér í burtu,“ sagði Baldvin við Má. Baldvin sýndi þó drengskap og bað Má opinberlega afsökunar á framkomu sinni.

Í svipmynd Markaðarins árið 2014 lýsti Rannveig Rist Baldvini sem duglegum, ósérhlífnum, einbeittum og árangursdrifnum, og sagði hann óhræddan og viljugan til að takast á við breytingar.

Baldvin er skráður með lögheimili í Hollandi ásamt konu sinni og tveimur börnum.

- Auglýsing -

Sjá einnig: Afsal hlutabréfa í Samherja – Stærsta sumargjöf Íslandssögunnar

Sjá einnig: Börnin sem eignast Samherja – Katla sjálfstæður sjúkranuddari   

Sjá einnig: Börnin sem eignast Samherja – Dagný Linda afreksskíðakona um árabil 

Sjá einnig: Börnin sem eignast Samherja – Halldór Örn bílstjórinn 

Sjá einnig: Börnin sem eignast Samherja – Katrín öflug afrekskona

Sjá einnig: Börnin sem eignast Samherja – Kristján Bjarni með tæknina á hreinu 

Lestu úttektina í helgarblaðinu Mannlíf.

Lesa Mannlíf

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -