Mánudagur 18. nóvember, 2024
-4.5 C
Reykjavik

Börnin sem eignast Samherja – Dagný Linda afreksskíðakona um árabil 

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri, og Kristján Vilhelmsson útgerðarstjóri, aðaleigendur Samherja, hafa afsalað sér hlutabréfaeign sinni í Samherja hf. til barna sinna. Börnin sex halda því á 84,5 prósenta hlut í fyrirtækinu. Mútumál Samherja tengt Namibíu er enn til rannsóknar hjá embætti héraðssaksóknara, en hefur tafist vegna COVID-19 heimsfaraldursins.

Mannlíf skoðar hverjir sexmenningarnir eru sem halda nú um stjórnartaumana í einu stærsta og valdamesta fyrirtæki landsins. Samkvæmt heimildamanni Mannlífs sem þekkir til systkinanna eru þau öll jarðbundin og hörkudugleg í því sem þau hafa tekið sér fyrir hendur.

Dagný Linda Kristjánsdóttir. Mynd / vefur Sálfræðiþjónustu Norðurlands

Dagný Linda – Afreksskíðakona um árabil   10,375 % /  7,3-8,6 milljarðar kr.

Dagný Linda Kristjánsdóttir er fædd 1980 og var ein fremsta skíðakona landsins um árabil, en árið 2008 lagði hún skíðaskóna á hilluna vegna meiðsla. Dagný Linda keppti á 316 alþjóðlegum mótum í þrettán þjóðlöndum, tók þátt í tvennum Ólympíuleikum, þremur heimsmeistaramótum, rúmlega 30 heimsbikarmótum og um 40 Evrópubikarmótum. Hún var 18 sinnum Íslandsmeistari á skíðum, var sjö sinnum valin skíðakona ársins og þrisvar Íþróttamaður Akureyrar.
Í júní 2013 útskrifaðist hún með BS-próf í iðjuþjálfunarfræði við Háskólann á Akureyri og hlaut  heiðursverðlaun Góðvina HA. Hún starfaði sem iðjuþjálfi hjá Öldrunarheimili Akureyrar – Lögmannshlíð í fimm ár og sinnti stundakennslu við Háskólann á Akureyri. Í dag starfar hún hjá Sálfræðiþjónustu Norðurlands þar sem hún er með námskeið, fyrirlestra og einstaklingstíma með það að marki að ýta undir virkni og þátttöku og auka lífsgæði barna/ungmenna/fullorðinna í daglegu lífi heima fyrir og úti í samfélaginu.
Dagný Linda býr á jörðinni Hólshús II í Eyjafirði ásamt eiginmanni og fjórum börnum þeirra, eignina keyptu þau árið 2007 og þar er hestamennskan í hávegum höfð.

Sjá einnig: Afsal hlutabréfa í Samherja – Stærsta sumargjöf Íslandssögunnar

Sjá einnig: Börnin sem eignast Samherja – Baldvin erfðaprinsinn 

- Auglýsing -

Sjá einnig: Börnin sem eignast Samherja – Katla sjálfstæður sjúkranuddari   

Sjá einnig: Börnin sem eignast Samherja – Halldór Örn bílstjórinn 

Sjá einnig: Börnin sem eignast Samherja – Katrín öflug afrekskona

- Auglýsing -

Sjá einnig: Börnin sem eignast Samherja – Kristján Bjarni með tæknina á hreinu 

Lestu úttektina í helgarblaðinu Mannlíf.

Lesa Mannlíf

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -