Föstudagur 25. október, 2024
3.2 C
Reykjavik

Botninum náð í stjórnmálum?

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Eftir frekar tíðindalítið haust í íslenskum stjórnmálum má segja að Klaustursmálið hafi sett allt á annan endann í íslensku samfélagi í síðustu viku. Mögulega fagna stjórnarflokkarnir málinu að einhverju leyti. Sem dæmi birti Fréttablaðið könnun í gær sem sýndi fylgishrun Miðflokksins.

Sjálfstæðisflokkurinn hefur náð að koma sér undan erfiðum málum eftir að núverandi ríkisstjórn þeirra með Vinstri grænum komst til valda fyrir rúmu ári síðan. Má þar nefna mál Sigríðar Andersen, kjaraviðræður ljósmæðra og umræðu um veiðigjöld en þessi þrjú mál hafa hvílt meira á herðum Vinstri grænna.

Guðlaugur Þór. Mynd / Alþingi

Nú standa spjót á Guðlaugi Þór Þórðarssyni, utanríkisráðherra og áhugavert þykir að sjá hvernig hann tekst á við ummæli Gunnars Braga Sveinssonar, þingmanns Miðflokksins og fyrrum utanríkisráðherra, um að hann eigi inni greiða hjá Sjálfstæðisflokknum eftir að hann skipaði Geir H. Haarde sendiherra í Washington. Guðlaugur Þór þykir fimur í erfiðri umræðu.

Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis samþykkti í gær að kalla Bjarna, Guðlaug Þór, Gunnar Braga og Sigmund Davíð Gunnlaugsson fyrir nefndina vegna ummæla Gunnars Braga um sendiherraskipun er hann gegndi starfi utanríkisráðherra.  Enn sem komið er hefur Sjálfstæðisflokkurinn fengið tiltölulega litla athygli eftir að upptökur frá Klaustursfundi fóru að birtast í fjölmiðlum í síðustu viku.

Þó umrætt mál kunni að vera heppilegt fyrir núverandi stjórnarflokka dregur það hins vegar enn frekar úr tiltrú almennings á þingmönnum Alþingis. Gert er ráð fyrir þinglokum þann 5. júní á næsta ári. Klaustursmálið hefur vissulega náð að skyggja á önnur mikilvæg mál eins og fjárlög, kjaraviðræður, erfiða stöðu á húsnæðismarkaði og umræðu um veiðigjöld svo nokkur séu nefnd.

En ef haldið er áfram að velta fyrir sér Klaustursmálinu þá er það samdóma álit viðmælanda að viðbrögðin frá Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni og Gunnari Braga Sveinssyni hafa verið afleit. Sigmundur Davíð hefur vissulega lengi átt í deilum við fjölmiðla en álit almennings  í hans garð hefur hugsanlega sjaldan verið minna.

Þó Gunnar Bragi hafi þótt auðmjúkur í viðtölum daginn sem málið kom upp hefur almenningi þótt litla iðrun að sjá frá honum og Sigmundi. Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins og fyrrum aðstoðarmaður Sturlu Böðvarssonar, virðist hafa náð að koma sér betur undan slæmri umfjöllun. Þá telja margir að ólíklegt að Gunnar Bragi og Bergþór snúi aftur til starfa á Alþingi.

- Auglýsing -

Mun virðing kvenna aukast?

Eftir að málið kom upp hefur verið vakin athygli á hversu lítill flokkur Miðflokkurinn er. Á meðan Sjálfstæðisflokkurinn hefur fjölda almannatengla á sínum snærum virðist forysta Miðflokksins vera fámennur hópur í kringum Sigmund Davíð. Í umræðunni í þjóðfélaginu hefur verið rætt um þá veiku tilfinningu sem fámennur hópurinn hefur fyrir því hvernig bregðast á við neikvæðri umfjöllun.

Sú mikla kvenfyrirlitning sem þingmennirnir hafa sýnt á meðan samtal þeirra átti sér stað á Klaustur hefur skapað mikla reiði hjá almenningi. Má telja líklegt að þó þetta mál sé ekki hefðbundið þingmál séu þetta tímamót þar sem virðing fyrir konum muni aukast í stjórnmálum.

- Auglýsing -

Skýr skilaboð Lilju

Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra þótti mjög ákveðin í viðtali hjá Kastljósi í gærkvöldi.

Lilja Alfreðsdóttir. Mynd / Alþingi

„Ég hefði auðvitað viljað að viðbrögðin hefðu verið önnur og að þeir tækju ábyrgð á því sem þeir hafa sagt. Og að þeir myndu iðrast og að það væri meiri einlægni í því. Þannig að það eru önnur vonbrigði. Svona gera menn ekki,“ var eitt af því sem Lilja sagði. Lítur hún á ummæli þeirra um sig sem ofbeldi og líkt og áður kom fram gæti orðið mjög erfitt fyrir Gunnar Braga og Bergþór að mæta þingkonum ef þeir snúa aftur til baka frá leyfi.

Ég hefði auðvitað viljað að viðbrögðin hefðu verið önnur og að þeir tækju ábyrgð á því sem þeir hafa sagt

Margt fólk vonar nú að þetta mál verða til þess að vinnubrögð batni hjá þeim þingflokkum sem nú sitja á Alþingi. Vantraust almennings hefur líklega sjaldan verið meira. Er ekki að sjá að tiltrú á stjórnmálamönnum hafi batnað undanfarið ár þó núverandi ríkisstjórn hafi lifað af sitt fyrsta starfsár. Áhugavert verður að sjá hver örlög þingmannanna sem komu saman á Klaustri verða á endanum.

Sjá einnig: Vandræðalegt karlagrobb en kallar ekki á afsagnir

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -