- Auglýsing -
Ameríski leikarinn Brad Pitt opnaði sig nýlega um þá erfiðleika sína að þekkja ekki andlit. Með þessu hefur hann fengið á sig það orð að vera hrokafullur og fólki sárnar við hann. Hyggst leikarinn leita sér hjálpar við þessum vanda sínum og fá greiningu. Mogginn segir frá þessu í dag en getur ekki heimilda.
Sjálfur hefur leikarinn lent í því að Íslendingur þekkti ekki andlit hans. Það gerðist í Sun Valley í Idaho. Sigríður Lóa Jónsdóttir, sálfræðingur og fararstjóri Ferðafélags Íslands, var þar á skíðum þegar hún hitti kappann og félaga hans. Hún segir frá þessu í bókinni Fólk á fjöllum. Eftir nokkurt spjall spurði einn úr hópnum hvort hún vildi ekki vera á ljósmynd með þeim og benti sérstaklega á Pitt. Sigga Lóa afþakkaði kurteislega en bað þá að taka þess í stað mynd af sér. Úr varð að stórleikarinn myndaði hana eina. Seinna kom á daginn að hún glímdi við þá blindu að hafa ekki haft hugmynd um hver þessi Brad Pitt væri. Sigríður Lóa þykir annnars vera mannglögg …