- Auglýsing -
Héraðssaksóknari hefur ákært karlmann fyrir kynferðisbrot gegn konu. Er honum gert að sök að hafa ítrekað haft samræði eða önnur kynferðismök við konu sem glímdi við andlega fötlun. Málið sem var þingfest í febrúar síðastliðnum var tekið fyrir í dag en Vísir fjallaði um málið. Þar kemur fram að vegna fötlunar konunnar hafi hún hvorki getað skilið manninn né spornað við verknaðnum. Maðurinn hefur áður komið við sögu lögreglu og er einnig ákærður fyrir fíkniefnabrot eftir að á honum fundustu e-töflur og maríjúana árið 2020.