Nóttin var róleg samkvæmt dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Maður braut rúðu á bráðamóttökunni og íbúð var reykræst eftir að popp brann við.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði afskipti af manni í nótt en hann hafði brotið rúðu á bráðamóttökunni. Maðurinn var í annarlegu ástandi.
Þá hafði lögreglan einnig afskipti af aðila sem var snarfullur í miðbænum. Sökum ástandsins var viðkomandi fluttur á slysadeild.
Einnig var manni komið í skjól í vesturbænum þar sem hann var stútungsfullur og gat ekki valdið sér.
Reykræsta þurfti íbúð í Kópavogi eftir að popp brann við.
Aukreitis var aðili handtekinn í miðbænum og vistaður í fangaklefa vegna líkamsárásar.