Fimmtudagur 26. desember, 2024
1.8 C
Reykjavik

Bréfi til Áslaugar Örnu um niðurfellingu nauðgunarkæru ósvarað – „Ekki nægilega ölvuð“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Enn einu sinni erum við að lesa málsgögn þar sem helsti fókus er á ástandi FÓRNARLAMBSINS. Hvað drakk hún mikið?, hversu ölvuð var hún að mati vitna?? hvað mældist í blóði hennar?? Kvöldið sjálft: 37 ára einstæð móðir, vinkona okkar fer á árshátið með gömlum vinum og eftir ballið er ákveðið að fá sér einn drykk hjá gömlum vini til 15 ára. Sem hún treysti. Hún rankar við sér með buxurnar á hælunum við þá spurningu „má ég fá’ða yfir andlitið á þér??““

Þetta og meira má lesa í bréfi sem Hildur Guðmundsdóttir og Edith Oddsteinsdóttir sendu Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra. Faðir Hildar, Guðmundur Árni Stefánsson fyrrum bæjarstjóri Hafnarfjarðar og heilbrigðisráðherra, sem nú starfar sem aðalræðismaður Íslands í Winnipeg í Kanada, vekur „athygli á beinskeyttri gagnrýni Hildar dóttur minnar í bréfi hennar hér að neðan sem varðar góða vinkonu hennar.“

Málið varðar meinta nauðgun og bréfið má sjá í mynd með greininni en þar kemur meðal annars þetta fram:

„Í gær fékk vinkona okkar boð á fund hjá héraðssaksóknara. Fund sem engin kona/maður á að þurfa upplifa. Eftir þriggja ára veltu í kerfinu var málið látið niður falla. Nauðgun sem átti sér stað í mars 2018. Grunninn er sú niðurfelling byggð á þeim rökum að GERANDINN neitar svo staðfastlega. Elsku vinkona okkar, 37 ára einstæð móðir var einnig ekki sögð nægilega ölvuð til að teljast ósjálfbjarga. (sbr. 2. Mgr. 194. gr) eða hefði átt að hafa rænu á vera staðföst á sínu. Það var henni til falls að hún rankar við sér og segir NEI! þar með telst hún í ástandi til að sporna við Nauðguninni.“

Hildur og Edith biðja Áslaugu Örnu um að standa með þeim í þessu máli:

„Ljóst er að ekki er ágreiningur í málinu um að kærandi og kærði hafi átt kynferðislegt samneyti í greint sinni“ (Orðrétt úr tilkynningu niðurfellingu máls). Hún gerði allt rétt! Hún fór á neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis. Fékk áverkavottorð. Grét í fanginu á okkur. Kærði GERANDANN! Kæra Áslaug, viltu standa með vinkonu okkar, við lofum að standa með þinni. Hildur og Edith.“

- Auglýsing -

Guðmundur Árni faðir Hildar er ekki sáttur við vinnubrögð lögreglunnar og segir að „þetta mál er augljóslega illa unnið af lögreglu og ákæruvaldi. Málatilbúnaður kerfisins ruglingslegur og heldur ekki vatni og það „þarf að taka málið upp á nýjan leik og rannsaka með fullnægjandi hætti; nálgast það með jafnræði aðila að leiðarljósi – ekki bara meints geranda heldur ekki síður þolandans.“

„Hvað stendur á bakvið allar yfirlýsingar yfirvalda um nýjar nálganir og vandaðri, þegar kemur að nauðgunarmálum,“ spyr Guðmundur í færslu á Facebook-síðu sinni.

Hvort Áslaug Arna hafi svarað bréfinu er Mannlífi ekki enn kunnugt um.

- Auglýsing -

Hér má sjá innihald bréfsins í heild sinni:

Reykjavík,Iceland- Metoo byltingin 2021 Opið Bréf til Áslaugar örnu, frá vinkonum… Fyrst! Takk fyrir að segjast standa með okkur-því nú reynir á! Í ger þann 20.5 2021 fékk vinkona okkar boð á fund hjá héraðssaksóknara. Fund sem engin kona/maður á að þurfa upplifa. Eftir þriggja ára veltu í kerfinu var málið látið niður falla. Nauðgun sem átti sér stað mars 2018. i Grunninn er sú niðurfelling byggð á þeim rökum að GERANDINN neitar svo staðfastlega. Elsku vinkona okkar, 37 ára einstæð móðir var einnig ekki sögð nægilega ölvuð til að teljast ósjálíbjarga. (sbr. 2. Mgr. 194. gr) eða hefði átt að hafa rænu á vera staðföst á sínu. Það var henni til falls að hún rankar við sér og segir NEI! bar með telst hún í ástandi til að sporna við Nauðguninni. Enn einu sinni erum við að lesa málsgögn þar sem hetsti fókus er á ástandi FÓRNARLAMBSINS. Hvað drakk hún mikið ?, hversu ölvuð var hún að mati vitna?? hvað mældist í blóði hennar?? Kvöldið sjálft: 37 ára einstæð móðir, vinkona okkar fer å árshátið með gömlum vinum og eftir ballið er ákveðið að fá sér einn drykk hjá gömlum vini til 15 ára. Sem hún treysti. Hún rankar við sér með buxurnar å hælunum við þá spurningu „má ég fá’ða yfir andlitið á þér??“ „Ljóst er að ekki er ágreiningur í málinu um að kærandi og kærði hafi átt kynferðislegt samneyti í greint sinni“ (Orörétt úr tilkynningu niðurfellingu máls) Hún gerði allt rétt! Hún fór á neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Fékk áverkavottorð Grét í fanginu á okkur Kærði GERANDANN! Kæra Áslaug, viltu standa með vinkonu okkar, við lofum að standa með þinni. Hitdur og Edith.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -