Sunnudagur 24. nóvember, 2024
-3.1 C
Reykjavik

Breiðhyltingar brjálaðir út í Krónuna: „Vá hvað þetta er glatað“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Heitar umræður eru meðal Breiðhiltinga um gæði þjónustu í verslun Krónunnar í Seljahverfi eftir að kössum búðarinnar var breitt í sjálfsagreiðslu. Margir íbúar eru þessu mótfallnir á meðan aðrir kætast.

Það sauð upp úr í hverfishópi Breiðholtsins á Facebook í dag. Það var Alice Björg Petersen sem hóf umræðuna. „Ekki var ég ánægð þegar ég fór í Krónuna Seljahverfi í gær. Eingöngu sjálfafgreiðslu kassar. Búnir að missa allavega 1 kúnna,“ segir Alice reið á manninn.

Klara Ólöf Sigurðardóttir, íbúi í Breiðholti, er ákveðin í því að fara aldrei aftur í Krónubúðina í Seljahverfinu. Það ætlar Hildur Hrönn Hreiðarsdóttir heldur ekki að gera. „Vá hvað þetta er glatað,“ segir Anda Naomy.

Kolbrún Jónsdóttir hefði viljað sjá allavega einn venjulegan kassa eins og áður var. „Þetta fyrirkomulag hentar mér ekki. Mun færa viðskiptin eitthvað annað, ég er svo gamaldags,“ segir Kolbrún. 

Sigurður Hólm Sigurðsson hefur einmitt áhyggjur af þessari auknu sjálfsafgreiðslu gagnvart eldri borgunum. Hann telur ljóst að margir þeirra treysti sér ekki í nýju kassana og leiti annað til að versla. Gréta Jónsdóttir harðneitar í sjálfagreiðslu. „Ég neita að fara á sjálfsafgreiðslukassa, vörurnar lækka ekkert við það,“ segir Gréta ákveðin. Undir það tekur Rafn Einarsson. „Fólk á að bindast samtökum um að versla ekki í verslunum þar sem þú þarft að vinna við afgreiðslu. Ekki lækkar varan,“ segir Rafn. 

Á sama tíma fagnar Bryndís Svansdóttir breytingunni. „Ég er ánægð með þessa breytingu. Ég mun versla oftar þarna núna,segir Bryndís kát.

- Auglýsing -

Í sama streng tekur Sigurlaugur Gíslason, íbúi í Breiðholti. „Frábær breyting í versluninni, verslunarrýmið stækkar og afgreiðsla gengur almennt mun hraðar fyrir sig,“ segir Sigurlaugur.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem uppúr sýður í hverfishópum á Facebook vegna sjálfsafgreiðslustefnu Krónunnar. Í síðasta mánuði sauð upp úr í Facebook-hópi íbúa í Miðbænum og féllu ýmiss þung orð. Ástæðan er sjálfsafgreiðsla í verslun Krónunnar og ljóst er að sitt sýnist hverjum. Sumir sögðu það hneyksli að það sé ekki boðið upp á hefðbundna afgreiðslu meðan aðrir töldu hið þjóðþekkta miðbæjarfólk einfaldlega vera með elítustæla.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -