Mánudagur 20. janúar, 2025
1.6 C
Reykjavik

Breki Logason: „Nú er alveg búið að skrúfa fyrir“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Starfsemi ferðaþjónuustufyrirtækis í eigu Breka Logasonar og fjölskyldu er, eins og hjá öðrum í geiranum, að engu orðin eftir að COVID-19 faraldurinn náði blossaði upp.

„Eins og allir aðrir höfum við síðustu daga verið að semja við skuldunauta, banka og leigusala. Við höfum tekið flestar rúturnar af númerum og höfum verið að ræða við tryggingafélagið,“ segir Breki Logason sem stofnaði ferðaþjónustufyrirtækið Your Day Tours, ásamt bræðrum sínum og föður árið 2015. Fyrirtækið sérhæfir sig í dagsferðum. Starfsemi fyrirtækisins er, eins og hjá öðrum í þessum bransa, að engu orðin eftir að COVID-19 faraldurinn náði sér á strik.

Breki segir að fyrirtækið hafi eitthvað smávegis svigrúm til að takast á við tekjufallið en að ekkert fyrirtæki geti gert ráð fyrir því að starfa tekjulaust í sex til tólf mánuði, en það er sá tímarammi sem Breki telur að farið geti forgörðum vegna veirunnar. „Það mun auðvitað ekki vera þannig endalaust að maður geti lifað á einhverju smávegis eigin fé.“

„Okkar markmið er að standa þetta af okur og koma enn sterkari til leiks þegar við skríðum úr híðinu.“

Utanlandsferðir um heim allan eru jafnan bókaðar með löngum fyrirvara. Breki bendir á, því til viðbótar, að langur tími geti liðið áður en bókanir fari aftur á flug eftir veiruna. Viðbúið sé að fólk haldi að sér höndum fyrst um sinn. Enn lengra sé því í ferðamennina. Hann segir að bókunum fram í tímann hafi fjölgað með hverju árinu sem fyrirtækið hefur verið starfrækt. „En nú er alveg búið að skrúfa fyrir.“ Höggið geti því verið lengi að koma fram.

Fyrirtækið gerir út sjö litla hópferðabíla þar sem bílstjórinn er jafnframt leiðsögumaður. Breki segir að flestir þeirra séu verktakar en að 10 til 12 manns starfi hjá fyrirtækinu. „Við erum með einhverja launamenn og þessar aðgerðir stjórnvalda um hlutabætur koma okkur því mjög vel. En eins og staðan er núna erum við ekki einu sinni með 25 prósent vinnu fyrir þá sem fara þessa leið.“ Hann tekur þó fram að engum hafi verið sagt upp. „Við tókum þá ákvörðun, eins og margir aðrir, að forðast uppsagnir og sömdum við okkar starfsfólk um að fara frekar þessa leið á meðan við getum.“ Breki segir að áætlun fyrirtækisins núna sé að leggjast í híði. Bílarnir hafi verið teknir af númerum auk þess sem reynt sé að semja um frest á greiðslum.

Trump markaði þáttaskil

- Auglýsing -

Yfirlýsing Donalds Trump um að loka á flug frá Evrópu var sá tímapunktur sem Breki áttaði sig á alvarleika málsins. „Það var þá sem það rann upp fyrir fólki að við værum ekkert að fara að ferðast á þessu ári. Daginn eftir fylltist hjá okkur pósthólfið af afbókunum. Þær höfðu verið nokkrar fram að því en þarna tífaldaðist þetta.“

Honum hugnast fyrir fram ekki vel að nýta sér sérstök brúarlán, sem ríkið hefur lofað að veita ríkisábyrgð, fyrir fyrirtæki í rekstrarvanda. Það sé ekki gæfulegt í vonlausri stöðu að skuldsetja sig mikið. Fyrirtækin verði að hafa fjárhagslegan þrótt til að koma sér á kortið aftur, þegar hjólin fara að snúast. Hann tekur þó fram að enginn taki af fyrirtækinu góðar umsagnir notenda, svo sem á Tripadvisor, þar sem Your Day Tours sé í fyrsta sæti þegar kemur að dagsferðum.

Breki segir að hann sé að velta fyrir sér sóknarfærum á innlendum markaði. Mikilvægt sé að nýta þær rútur og þau hótel sem til séu í landinu. Tækifæri gætu skapast til að fara með hópa af Íslendingum í tilteknar ferðir. „Ég hef talað við marga í þessum bransa. Það er mikil óvissa en líka mikilvægt að vera bjartsýnn og átta sig á að þetta er bara tímabundið ástand. Okkar markmið er að standa þetta af okkur og koma enn sterkari til leiks þegar við skríðum úr híðinu.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -