Tveir breskir ellilífeyrisþegar eru í haldi lögreglu eftir að mikið magn kókaíns fannst í ferðatöskum þeirra.
Breskt par er í haldi í Lissabon í Portúgal eftir að mikið magn kókaíns fannst í ferðatöskum þeirra í skemmtiferðaskipi. Fólkið er 70 ára og 72 ára.
Yfirvöldum barst ábending um smyglið og við leit í töskum þeirra fannst mikið magn kókaíns. Parið er sagt hafa falið kókaínið í fjórum ferðatöskum. Um 10 kíló af kókaíni fundust. Andvirði kókaínsins er sagt vera tvær milljónir punda.
Parið var handtekið 4. desember þegar skipið var í höfn í Lissabon og rannsókn á málinu stendur nú yfir. Parið er sagt vera samvinnuþýtt.
Parið var að koma úr siglingu í Karabíska hafinu þegar þau voru handtekin. Þessu er greint frá á vef Telegraph. Í fréttinni kemur fram að parið hafi farið reglulega í siglingar með skemmtiferðaskipum í gegnum tíðina.