Föstudagur 27. desember, 2024
-1.2 C
Reykjavik

Brexit samningurinn felldur – hvað nú?

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Breska þingið felldi Brexit samninginn áðan með miklum meirihluta atkvæða sem er stærsti ósigur forsætisráðherra í þinginu um langt skeið. Nei sögðu 432 – já sögðu 202.

Spurningin sem blasir við er: Hvað nú? Jeremy Corbyn formaður Verkamannaflokksins lýsti því yfir strax eftir kosninguna að hann myndi leggja fram vantrauststillögu á hendur Teresu May. Þingið þarf að kjósa um þá tillögu, verði hún lögð fram. Ef vantrauststillagan er samþykkt verður boðað til nýrra kosninga. Hins vegar standa líkur til þess að May standist vantraust. Ef svo ólíklega vildi að hún yrði samþykkt og nýjar kosningar færu fram myndu Bretar geta sótt um framlengingu á útgöngu skv. 50. gr. sáttmála Evrópusambandsins. Sem og ef boðað verður til nýrrar þjóðaratkvæðagreiðslu.

Ný ríkisstjórn væri líkleg til að koma fram með ný samningsmarkmið sem leiðir til þess að efni Brexit samningsins yrði annað, það er að segja ef Evrópusambandið er viljugt til að semja upp á nýtt. En ný samningsmarkmið er hægt að móta án þess að fara í kosningu það er ef May velur að starfa með Verkamannaflokknum að nýjum samning. Erfitt er að segja hvað kæmi nákvæmlega út úr því og ólíklegt að það næðist málamiðlun milli aðila.

Verkamannaflokkurinn hefur viljað tollabandalag við ESB sem Íhaldsflokkurinn hefur að stofni til verið á móti. Að minnsta kosti er ólíklegt að sátt um ný samningsmarkmið næðist innan þess tímafrest sem liggur fyrir.

Bretar klofnir í afstöðu sinni

Ríkisstjórnin er í öllu falli veik og nú liggur málið hjá þinginu. Þingið hefur einnig þann valmöguleika að boða til annarrar þjóðaratkvæðagreiðslu og breska þjóðin kosið að nýju. Sú lausn nýtur fylgist flokka til vinstri og hægri. Í slíkri kosningu gætu Bretar komist að þeirri niðurstöðu að vera áfram í Evrópusambandinu. Kannanir sýna að aðeins naumur meirihluti sé með því að vera áfram. Bretar eru því enn klofnir í afstöðu sinni til málsins þrátt fyrir þá ringulreið sem ríkir vegna málsins.

Enginn samningur er annar möguleiki. Það eru einkum fylgjendur harðlínu Brexit sem virðast vilja „No deal Brexit“ ef marka má umræðuna, þingið og þjóðina en það er ekki útilokað að það verði niðurstaða málsins enda ekki meirihluti fyrir annarri lausn hjá þinginu. Það kann þó að breytast eftir að samningurinn var felldur í dag.

- Auglýsing -

Þá hefur verið rætt að fá nefnd lögfræðinga til að taka yfir og ráðleggja ríkisstjórninni en það er óljóst hvert umboð slíkrar nefndar væri.

Engin afgerandi lausn er því í sjónmáli á Brexit ringulreiðinni. Í öllu falli er engin lausn sem liggur á borðinu pólitískt góð fyrir framtíð Theresu May og núverandi ríkisstjórn.

Sjá einnig: Besta lausnin á Brexit vandanum

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -