- Auglýsing -
Það verður kalt á næstunni, en í dag er það breytileg vindátt sem og snjókoma með köflum.
Vindur mun blása nokkuð hressilega norðvestantil; einnig allra syðst á landinu.
Frost verður líklega á bilinu tvö til átta stig en undir kvöldið er spáð norðanátt; átta til fimmtán metrum á sekúndu og éljum.
Á morgun er reiknað með áframhaldandi norðanátt en þó dregur bæði úr vindi og ofankomu; herðir á frosti.