Föstudagur 3. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Breyttar reglur um landamæraskimun aðeins tímabundin lausn

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Samræmingarstjóri fyrir íslenska flugvelli segir að endurskoða þurfi reglur um landamæraskimun á nýjan leik til að koma í veg fyrir niðurfellingar á flugferðum síðar í sumar.

Frank Holton, samræmingarstjóri fyrir íslenska flugvelli, segir að breyting á reglum um skimanir, sem voru samþykktar í gær og þýða að farþegar frá alls sex löndum hafa nú verið undanskildir frá landamæraskimun fyrir COVID-19, séu jákvæð tíðindi. Breytingin muni koma í veg fyrir að fjöldi flugferða verði aflýst. „Ég sé á gögnum okkar að vandinn sem við stóðum frammi fyrir hefur nú verið leystur út júlí,“ segir hann í samtali við Túristi.is.

Holton bendir hins vegar á reiknað sé með í ágúst verði fjöldi flugferða hingað til lands tvöfalt meiri en í júlí. Vegna fjölgunar farþega þurfi að endurskoða reglurnar um landamæraskimun fyrir COVID-19 á nýjan leik, þ.e. skoða hvort hægt sé að veita fleiri löndum undanþágu frá skimunum, til að koma í veg fyrir niðurfellingar á flugferðum síðar í sumar.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -