Fimmtudagur 9. janúar, 2025
-2.2 C
Reykjavik

Breytti fataskáp í ævintýraveröld fyrir dótturina

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Það er eitthvað svo spennandi við það þegar maður er lítill að eiga sitt eigið leyniathvarf, þar sem maður getur falið sig fyrir heiminum. Flestir láta sér nægja að börnin sín eigi sinn leynistað í hefðbundnum fataskápum en það var ekki nóg fyrir innanhússarkitektinn Lauru Medicus.

Teikning af verkefninu.

Laura vildi búa til eitthvað í anda Narníu fyrir ellefu ára dóttur sína, Sylviu. Þannig að hún ákvað að breyta venjulegum fataskáp í undraveröld með því að taka bakhliðina úr skápnum og búa til lítið herbergi fyrir aftan hann.

Venjulegur fataskápur.

Laura fer yfir verkefnið skref fyrir skref á bloggsíðu sinni, The Colorado Nest. Það tók hana þrjár vikur að ljúka við verkið, en hún segir að það sé ofureinfalt, þó hún hafi vissulega forskot verandi innanhússarkitekt.

Sylvia læðist inn.

Þá tekur Laura einnig fram að verkefnið kosti alls ekki mikið, en dóttir hennar hefur varla fengist til að fara úr leyniherberginu síðan það var afhjúpað.

Fullkominn staður til að slaka á.
Og nóg pláss fyrir fötin.

Myndir / Laura Medicus

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -