Það er eitthvað svo spennandi við það þegar maður er lítill að eiga sitt eigið leyniathvarf, þar sem maður getur falið sig fyrir heiminum. Flestir láta sér nægja að börnin sín eigi sinn leynistað í hefðbundnum fataskápum en það var ekki nóg fyrir innanhússarkitektinn Lauru Medicus.
Laura vildi búa til eitthvað í anda Narníu fyrir ellefu ára dóttur sína, Sylviu. Þannig að hún ákvað að breyta venjulegum fataskáp í undraveröld með því að taka bakhliðina úr skápnum og búa til lítið herbergi fyrir aftan hann.
Laura fer yfir verkefnið skref fyrir skref á bloggsíðu sinni, The Colorado Nest. Það tók hana þrjár vikur að ljúka við verkið, en hún segir að það sé ofureinfalt, þó hún hafi vissulega forskot verandi innanhússarkitekt.
Þá tekur Laura einnig fram að verkefnið kosti alls ekki mikið, en dóttir hennar hefur varla fengist til að fara úr leyniherberginu síðan það var afhjúpað.
Myndir / Laura Medicus