Fimmtudagur 12. desember, 2024
5 C
Reykjavik

„Brjálæðislega mikilvægt að skoða á sér píkuna“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Völvan, vitundarvakning um málefni píkunnar, hefur birt nýtt myndband sem heitir einfaldlega Píkuskoðun. Í myndbandinu er tónlistarkonan Salka Sól til að mynda tekin tali og spurð út í píkuskoðun.

Hún segist hafa fengið bók sem unglingur þar sem kona sat með spegil að skoða á sér kynfærin og hafi því ákveðið að gera slíkt hið saman.

„Mér hafði ekki dottið þetta í hug. Það fyrsta sem ég gerði var að ná í spegil og skoða á mér píkuna. Ég gat horft í svona hálfa sekúndu,“ segir Salka Sól, sem brá greinilega yfir því sem hún sá.

„Það er skrýtið að lifa í líkamanum sínum í geðveikt langan tíma og þekkja líkama sinn og maður sér sig í spegli. Svo allt í einu sér maður einhvern hlut á líkamanum sínum sem maður vissi ekki hvernig leit út.“

Seinna í myndbandinu segir Salka það mikilvægt fyrir konur að skoða á sér píkuna, en eins og kemur einnig fram í myndbandinu er ekki sjálfgefið að konur treysti sér í það.

„Ég held að það sé brjálæðislega mikilvægt að skoða á sér píkuna. Bara reglulega. Því hún breytist. Hún hlýtur að breytast. Skoða hana í alls konar ástandi, rakaða eða órakaða eða eitthvað.“

Það eru Inga Björk Bjarnadóttir, Ingigerður Bjarndís Ágústsdóttir og María Hjarðar sem standa að Völvunni, en þær vilja vitundarvakningu á öllu sem viðkemur píkunni. Myndbandið Píkuskoðun má sjá hér fyrir neðan.

- Auglýsing -

Texti / Lilja Katrín
[email protected]

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -