Laugardagur 4. janúar, 2025
-6.2 C
Reykjavik

Brjóta blað í sögu Fendi – Fyrstu „plus size“ fyrirsæturnar á tískupallinum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Fyrirsæturnar Jill Kortleve og Paloma Elsesser gengu á tískusýningu fyrir Fendi á tískuvikunni í Mílanó þegar haust- og vetrarlína þessa árs var sýnd.

Báðar Kortleve og Elsesser teljast sem „plus size“ fyrirsætur í tískuheiminum og er þetta í fyrsta sinn sem tískuhús Fendi fær „plus size“ fyrirsætur til að taka þátt í sýningu hjá sér.

Paloma Elsesser á sýningu Fendi. Mynd / EPA

Elsesser birti færslu á Instagram eftir að hafa tekið þátt í sýningu Fendi. „Ég er orðlaus. Mig langar einfaldlega að lýsa yfir þakklæti mínu á þessu sögulega augnabliki,” skrifaði hún meðal annars í færsluna.

Jill Kortleve birti einnig færslu á Instagram eftir sýningu Fendi. „Stundum líður mér eins og líf mitt sé ekki raunverulegt. Þakklát fyrir öll tækifærin,” skrifaði hún meðal annars.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -