Laugardagur 18. janúar, 2025
0.3 C
Reykjavik

Bróðir Lúðvíks heitins fagnar rannsókn á dauðaslysi: „Það verður að gera allt sem mögulegt er“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Dómsmálaráðuneytið hefur ákveðið að skoða þær aðgerðir eða aðgerðaleysi sem urðu til þess að Lúðvík Pétursson lét lífið við störf sín þegar hann féll ofan í sprungu. Fjölskylda Lúðvíks fór fram á það við ráðuneytið að skoðað yrði í víðu samhengi hvernig staðið var að málum í tengslum vioð jarðhræringarnar í Grindavík frá 25. október og til þess tíma þegar starfshópurinn hóf sína skoðun.

Elías Pétursson, bróðir Lúðvíks, segir í samtali við RÚV að fjölskyldan sé þakklát fyrir að óháð rannsókn fari nú fram þótt fjölskyldan hafi vonað að rannsóknin myndi beinast sérstaklega að slysinu.

„Á sama tíma trúum við því og treystum að slysið verði burðarás í rannsókninni, enda hefur það komið fram mjög víða að þetta slys hafi verið ákveðinn vendipunktur í þeim hamförum sem voru og eru í gangi í Grindavík,“ segir Elías við RÚV og áréttar að fjölskyldan sé ekki að leita sökudólga þó það komi vafalítið í ljós að einhverjar ákvarðanir í aðdraganda slyssins hafi verið rangar, eða að betra hefði verið að taka einhverjar ákvarðanir.

Vinnueftirlitið hefur rannsakað atvikið þegar Lúðvík féll í sprunguna og hvarf. Lögregla rannsakar hið hörmulega atvik enn. Nokkrir hafa stöðu sakbornings. Elías vonar að þessi rannsókn fyrirbyggi að svona atvik endurtaki sig ekki.

„Það verður að gera allt sem mögulegt er til að minnka líkurnar og helst koma í veg fyrir það að svona hlutir komi fyrir aftur og að menn eins og Lúlli bróðir verði settir í þá aðstöðu sem hann var settur í.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -