Dorrit Moussaieff fyrrverandi forsetafrú Íslands, varð fyrir leiðindum í gærkvöld þegar brotist var inn í bíl Dorritar, fyrir utan Mayfair-hótelið í London.
Það er sjálf Dorrit sem segir frá innbrotinu og birti mynd á Instagram, þar sem má sjá ummerki vegna innbrotsins. Einnig hér.
Greinilegt að þrjótarnir hafa brotið rúðu til að komast inn í bílinn og í persónulega muni Dorritar.
Hún virðist þó ekki kippa sér mikið upp við innbrotið, og segir þjófana hafa skilið verðmætasta hlutinn eftir.
„Verðmætasti hluturinn var þó skilinn eftir, íslenska vatnið,“ skrifar Dorrit á Instagram.