Föstudagur 22. nóvember, 2024
-3.7 C
Reykjavik

Brúnei hættir við að grýta samkynhneigða til dauða

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hætt hefur verið við dauðarefsingu við samkynhneigð í smáríkinu Brúnei. Soldán Brúnei Hassan Bolkiah tilkynnti á sunnudag í sjónvarpsávarpi að dauðarefsingum vegna samkynhneigðar, framhjáhalds og nauðgun yrði ekki framfylgt.

Síðast liðinn apríl tilkynntu yfirvöld í landinu þá fyrirætlan sína að herða viðurlög við samkynhneigð. Framvegis gætu brotlegir átt yfr höfði hýðingar og jafnvel verið grýtt til dauða.

Fyrirætlanir Brúnei vöktu harkaleg viðbrögð um allan heim. George Clooney og Elton John voru meðal stjarna sem hvöttu fólk til sniðgöngu á fyrirtækjum í eigu landsins. Þá ákváðu JPMorgan og Deutsche Bank að starfsfólk fyrirtækjanna myndu forðast að versla við fyrirtæki í eigu ríkissjóðs Brúnei.

Brúnei er auðugt smáríki í Asíu með rúmlega 400 þúsund íbúa. Landið er konungsríki sem frá árinu 2014 hefur haft Sharia lög. Dauðarefsingu er að finna í lögum landsins en í sjónvarpsávarpinu á sunnudag sagði soldán landsins að þeim yrði ekki framfylgt líkt og þeim hefði í raun ekki verið framfylgt undanfarin 20 ár.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -