Stúlkan sem var stungin með hnífi í miðborginni á laugardagskvöld fyrir tæpri viku er látin. Hún lést af sárum sínum á Landspítalanum í gærkvöld. Stúlkan hét Bryndís Klara Birgisdóttir og var 17 ára. Frá þessu greinir í tilkynningu frá lögreglu.
Þar segir að fjölskylda Bryndísar Klöru vilji koma á framfæri þakklæti til allra sem reyndu eftir fremsta megni að bjarga lífi Bryndísar Klöru, sérstaklega starfsfólki Landspítalans og þeim sem komu að fyrstu hjálp á vettvangi. Hjálp þeirra hafi verið ómetanleg.
Stunguárásin átti sér stað í Skúlagötu í Reykjavík. Sextán ára piltur handtekinn í tengslum við málið. Hann er einnig grunaður um að hafa stungið tvö ungmenni til viðbótar. Pilturinn var handtekinn eftir árásina á Bryndisi Klöru og tvö önnur ungmenni. Hann er nú í gæsluvarðhaldi í fangelsinu á Hólmsheiði.