Hjónin Bryndís Rán Birgisdóttir og Bogi Hallgrímsson verjast nú fyrir dómstólum gagnvart barnsmóður Boga sem fyrir ári síðan krafðist meðlags sjö ár aftur í tímann þrátt fyrir að þau hafi fram til þessa haft jafna umgengni. Í janúar síðastliðinn bættist svo við krafa um tvöfalt meðlag og skerta umgengi Boga við barnið miðað við það sem verið hefur.
Frá þessu greinir Bryndís í færslu á Facebook þar sem hún segist hreinlega eiga við ofurefli að etja. Eitt sé reiði barnsmóðurinnar en annað og verra sé gallað kerfið. „Ég ætla ekki að fara út í smáatriði hvernig líðanin hefur verið. en ég get allavega sagt að þetta mál hefur haft mikil og víðtæk áhrif á líf okkar. Þetta hefur ekki bara reynt á okkur, heldur fjölskyldur okkar, börn og þá vini sem standa okkur næst,“ segir Bryndís.
„Eina fólkið sem græðir eru lögfræðingar, allir aðrir tapa.“
Í gær var krafan um meðlag sjö ár aftur í tímann tekin fyrir í héraðsdómi og þurfa þau hjónin þú að bíða niðurstöðunnar í ofvæni. Krafan nemur rúmum þremur milljónum króna. „Aðförin að okkur af hálfu barnsmóðurinnar hefur verið hörð og ósanngjörn. Það sjá það flestir að það er gjörsamlega galið að lögheimilisforeldri geti dregið hitt foreldrið sem ekkert hefur unnið sér til saka inn í slíka atburðarrás. Eins og stórvinur okkar orðaði það þá liggur vandinn hjá kerfinu en ekki reiðu fólki í hefndarhug,“ segir Bryndís og heldur áfram:
„Við höfum ekkert að fela. Við höfum staðið við allar okkar skuldbindingar og ekki er hægt að sýna fram á neitt annað. Við erum meðvituð um að sprengjuregninu er hvergi nærri lokið. Auðvitað er ákveðin léttir að málið sé komið þetta langt enda þýðir það að við sjáum fyrir endan á því. En þessu er hvergi nærri lokið, á sama tíma erum við að berjast gegn kröfu um tvöfalt meðlag ár aftur í tímann og að berjast fyrir að við höldum í forsjá og umgengnisrétt.“
Bryndís segir málið sorglegt í alla staði þar sem enginn sigurvegari standi uppi. „Hverja hagsmuna er verið að gæta með svona aðför? Er verið að gæta hagsmuna barns með því að gera hitt heimilið gjaldþrota? Þegar horft er á heildarmyndina eru það ekki peningar sem skipta máli. Þetta er ekki mál sem einhver vinnur. Eina fólkið sem græðir eru lögfræðingar, allir aðrir tapa. Eftir stendur að dýrmætur tími og fjármunir sem fóru til spillis og sálarlíf allra sem sviðin jörð. Við vitum að sprengjuregninu er hvergi nærri lokið, spurning er bara hvenær næsta sprengja fellur og af hvaða strærðargráðu hún verður. En eitt mátt þú vita að þú hvorki beygir okkur né brýtur,“ segir Bryndís ákveðin.
Hér að neðan má sjá frekari frásögn Bryndísar af átökum þeirra hjóna við barnsmóðurina og kerfið:
Strengjabrúður barnsmóður og rotins kerfis!
Ég veit eiginlega ekki hvar ég að byrja. Mig hefur lengi langað að…
Posted by Bryndís Rán Birgisdóttir on Monday, November 2, 2020