„Ég hugsa til ykkar þessa dagana og sendi ykkur faðmlag,“ skrifar hin stórglæsilega og frábæra söngkona, Halla Margrét Árnadóttir, á Facebook-vegg Bryndísar Schram.
Halla Margrét sló í gegn sem fulltrúi Íslands í Eurovision árið 1987, með fallega laginu Hægt og hljótt, eftir Stuðmanninn Valgeir Guðjónsson.
Bryndis Schram er ánægð með kveðjuna frá Höllu Margréti, en greinilegt að ekki liggur vel á Bryndísi þessi dægrin, enda hefur eiginmaður hennar, Jón Baldvin Hannibalsson þurft að verja sig í réttarsal undanfarin misseri vegna meints kynferðisbrots.
Bryndis skrifar:
„Æ, Halla, mín elska. Ég er svo gersamlega niðurbrotin, að ég hef ekki þrek til að horfast í augu við fólk. Þetta snýst ekki um réttlæti eða sannleikann- þetta snýst um illsku.
Okkur langar mest til að flýja land, flýja ofsóknirnar, hatur dóttur okkar sem stendur fyrir öllu þessu. Af hverju skyldum við þurfa að búa í þessu ömurlega samféalgi? Lífið er bráðum búið – því ekki bara njóta – njóta þess a vera saman og elska.“
Halla Margrét hughreystir Bryndísi:
„Ég held ad margir skammist sin fyrir þessar ofsóknir; En tíminn er fljótur ad gleypa og eyða og vittu til: Berðu höfuðið hátt drottning því þú átt góða að og fjöldann af fólki sem stendur med þér.“