Bryndís Haraldsdóttir, alþingismaður Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi, sækist eftir þriðja sæti á lista flokksins fyrir komandi kosningar. Hún staðfesti þetta við Mannlíf. Þetta er sama sæti og hún vermdi fyrir síðustu kosningar þegar hún tapaði naumlega fyrir Jóni Gunnarssyni sem tók annað sætið.
Það stefnir í harðan slag um helgina þegar kjördæmisþing ákveður uppröðun á listann. Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri í Hafnarfirði, sækist einnig eftir þriðja sætinu. Bjarni Benediktsson formaður er einn um hituna í fyrsta sæti en þau Jón Gunnarsson og Kolbrún Þórdís Reykfjörð Gylfadóttir berjast um annað sætið. Það er því mikilla tíðinda að vænta um helgina þegar kosið hgefur verið.