- Auglýsing -
„Ég hef fengið sérstakt leyfi ráðherra til að deila þessari grein,“ segir fyrrum þingmaðurinn Brynjar Níelsson, sem í dag er aðstoðarmaður Jóns Gunnarssonar innanríkisráðhera.
Bætir Brynjar þessu við:
„Hún er skrifuð í tilefni af aðför einstakra þingmanna að Útlendingastofnun í ræðustól alþingis undir fundarstjórn forseta í tengslum við afgreiðslu umsókna um ríkisborgararétt. Það er ekki mikill bragur á að vega að stofnunum í ræðustól þingsins með ósanngjörnum og ómálefnalegum hætti. En það sem vekur mesta athygli í umræðunni er að þingmenn, sem hafa tala hæst fyrir gagnsæi og gegn spillingu skuli verja þetta fyrirkomulag Alþingis á veitingu ríkisborgararéttar en það einkennist af ógagnsæi, geðþótta og gamaldags fyrirgreiðslupólitík.“
Og hann er sannfærður um að ástæða sé „til að skora alla á að lesa þessa grein, ekki síst Íslandsdeild Transparency International, sem gengur undir nafninu Gagnsæi.“