Fimmtudagur 26. desember, 2024
2.8 C
Reykjavik

Brynjar hakkar í sig Samfylkinguna og segir ofstækishóp ráða: „Ágúst Ólafur vænsti drengur“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, tekur Samfylkinguna til bæna í pistli sem birtur er á vef Mannlífs. Þar veltir þingmaðurinn fyrir sér hvort Samfylkingin sé með innbyggða sjálfseyðingarhvöt. Rök Brynjars eru meðal annars þau að flokkurinn hafi eftir Hrun fært sig lengst til vinstri er Samfylkingin myndaði ríkisstjórn með Vinstri grænum. Þá hafi flokkurinn losað sig við öflugustu kandídatana og nánast þurrkast út í kosningunum 2016.

Sagan er nú að endurtaka sig, að mati Brynjars, með því að endurvekja úrelt og mannskemmandi vinstri róttækni með dólgafeminísku ívafi. Brynjar útskýrir:

„ … sem byggist á því að allir karlar séu ofbeldismenn sem geri lítið annað en að kúga konur með andlegu og líkamlegu ofbeldi. Sýnist að sá ofstækishópur sé á góðri leið með að yfirtaka flokkinn.“ Brynjar telur að nýjasta birtingamynd sjálfseyðingarinnar kristallist í aðför að Ágústi Ólafi þingmanni Samfylkingarinnar. Ágúst naut ekki blessunar uppstillingarnefndar og var það rakið til þess að Ágúst Ólafur gerðist sekur um mjög alvarlega kynferðislega áreitni.

„Ég þekki Ágúst Ólaf ekki mikið en […] veit að hann er hinn vænsti drengur þótt ófullkominn sé eins og við hin,“ segir Brynjar og bætir við:

„Ég hef að vísu aldrei skilið þessa pólitík hans um að gera alla fjölmiðlamenn og listamenn að launamönnum hjá ríkinu og trúa því að við græðum öll svakalegan pening á því. Hljómar álíka sannfærandi og hvert annað Nígeríusvindl.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -