Orðrómur
Brynjar Níelsson alþingismaður hefur setið undir ýmsum ákúrum frá Vilhjálmi Hans Vilhjálmssyni lögmanni sem telur hann hafa á sér andúð vegna skjólstæðinga. Þá telur lögmaðurinn að Arnfríður Einarsdóttir, dómari og eiginkona þingmannsins, sé vanhæf til að að dæma í málum, honum tengdum, af sömu ástæðu. Lögmaðurinn gefur til kynna að Arnfríður hafi verið pólitískt og ólöglega skipuð sem dómari. Þar hafi komið við sögu tengsl og makk Sigríðar Andersen, þáverandi dómsmálaráðherra, og Brynjars. Vilhjálmur Hans hefur nú krafist þess að Arnfríður víki sæti sem dómari í tveimur málum af þessum sökum. Mál þetta er allt hið undarlegasta og þá ekki síst vegna þess að Arnfríður dómari er lítt umdeild og þykir búa yfir bæði réttlætiskennd og visku.
Svo er að sjá sem stjórnmálamaðurinn Brynjar þurfi að gjalda fyrir andúð lögmannsins á dómaranum. Brynjar, hefur verið sniðgenginn í áhrifastöður og þarf á öllu sínu að halda til að verða ekki sparkað niður lista Sjálfstæðisflokksins fyrir næstu kosningar. Hann kann því að vera í bobba vegna eiginkonu sinnar …