Þriðjudagur 14. janúar, 2025
8.3 C
Reykjavik

Brynjar neitar að upplýsa um leynifund sinn með saksóknara Namibíu: „Shit, hvað þú ert lame“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hörkudeilur hafa staðið á á milli lögmannsins Sveins Andra Sveinssonar og Brynjars Níelssonar, aðstoðarmanns dómsmálaráðherra, vegna fundar sem Brynjar átti með saksóknara Namíbíu í dómsmálaráðuneytinu. Sveinn Andri hefur krafið Brynjar skýringa á því á Facebook hvert hafi verið fundarefnið og hvort rætt hafi verið um málefni Samherjamanna sem sæta lögsókn fyrir meintar mútur í Namibíu. Brynjar segir fundinn hafa verið einkafund. Saksóknarinn hafi verið í einkaerindum.

„En af hverju er pólitískur aðstoðarmaður að funda með fulltrúum ákæruvalds frá Namibíu sem eru í embættiserindum á Íslandi?“ spyr Sveinn Andri á Facebook-síðu Brynjars.

Brynjar fullyrti þá að saksóknarinn og hans fólk hafi verið á Íslandi í sumarleyfi en dúkkað upp í ráðuneytinu. HAnn neitar að upplýsa um fundarefnið en segist hitta hina og þessa án þess að um sé að ræða embættiserindi.

„Sveinn A Sveinsson við getum orðað það þannig. Virkaði á mig eins og þau væru í sumarfríi og vildu heilsa upp á. Svona svipað og þegar ég og ráðherrann heilsum upp á Ögmund Jónasson vin okkar Það er ekki í opinberum erindagjörðum,“ svaraði Brynjar.

Ásökun um lygar

Sveinn Andri sótti fast að Brynjari um efni fundarins og tilurð en fékk ekki efnisleg svör.

„Brynjar Níelsson ég þarf að bera þetta undir vini mína stjórnarraðinu; þegar embættismenn óska eftir fundi í ráðuneytinu og hitta þar embættismenn, er ekki um að ræða embættiserindi heldur einkaerindi. Geggjað stöff“.
„Brynjar Níelsson reyndu þetta ekki. Embættismaður sem mætir á fund í ráðuneyti og er ekki einkaerindum er í embættiserindum. Punktur. Skiptir engu máli þó að fundurinn hafi ekki verið á dagskrá. Saksóknari Namibíu hefur augljóslega ekki verið í einkaerindum á fundi með þér sem staðgengli ráðherra og öðrum embættismönnum“.

Ásakanir um lygar og rangfærslur gengu síðan á víxl.

„Það er enginn að skrökva þótt menn líti mismunandi à hlutina. Ef þú hefðir setið þennan fund hefðir þú tæplega litið á að þetta fólk væri í embættiserindum“.

Undir miðnætti í gærtkvöld stóð deilan enn og var komin út í ásakanir á báða bóga.

„Sveinn A Sveinsson þú ert alltaf með sömu frasana. Það hefur aldrei nokkur maður tekið mark á þér þótt við förum langt aftur tímann,“ skrifar Brynjar.
Sveinn Andri lét Brynjar ekkert eiga inni hjá sér í deilunni og brá fyrir sig enskri tungu til að árétta sín mál.
„Shit hvað þú ert lame. Reynir endalaust að snúa þig út úr eigin lygi. Saksóknari sem mætir á fundi ráðuneytinu til að ræða Samherjamalið er augljóslega í embættiserindum en ekki einka,# skrifar hann.
Enn eru lesendur engu nær um það hvaða erindi aðstoðarmaður dómsmálaráðherra og embættismenn ráðuneytisins áttu við saksóknara Namibíu og meðreiðarfólk hans.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -