Miðvikudagur 15. janúar, 2025
7.8 C
Reykjavik

Brynjar og Sigríður kveðja stjórnmálin eftir að hafa verið hafnað: „Skilaboðin eru skýr“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Brynj­ar Ní­els­son, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, mun ekki þiggja sæti á lista flokksins eftir að lent í fimmta sæti próf­kjörs flokks­ins í Reykja­vík í gær.

Sigríður Andersen mun ekki heldur gera kröfu um sæti á listanum eftir að hafa ekki náð að verða á meðal átta efstu í prófkjörinu.

Þau Sigríður og Brynjar hafa löngum verið nokkuð talin samstíga yst á hægri kanti Sjálfstæðiflokksins.

Úrslitin hjóta að teljast töluverð vonbrigði fyrir Brynjar og Sigríði sem bæði eru sitjandi þingmenn. Reyndar má telja útkomu flestra sitjandi þingmanna flokksins vonbrigði fyrir viðkomandi.

Skilaboðin skýr

Brynjar tekur undir það að hann hafi orðið fyrir vonbrigðum. „En skila­boðin eru skýr. Ég get því kvatt stjórn­mál­in sátt­ur,“ seg­ir Brynj­ar við mbl.is. Hann segir baráttuna um efsta sætið haft þau áhrif að aðrir hafi verið útlokaðir.

- Auglýsing -

Hann seg­ir að bar­átt­an hafi verið eðli­leg og ekk­ert að henni en þetta geti gerst hjá hinum sem berj­ist um næstu sæti, að fær­ast neðar á list­ann en þeir stefndu að.

„Það verður eðli­lega og nátt­úru­lega tals­verð smöl­un við svona aðstæður og þá þarftu að ýta öðrum út. Það seg­ir sig sjálft,“ seg­ir Brynj­ar.

Geri enga kröfu um sæti

- Auglýsing -

Sigríður Á. Andersen segist vera þakklát fyrir þann stuðning sem hún hafi fengið undanfarin 15 ár.

„Maður þakk­ar auðvitað kær­lega fyr­ir það þegar nokk­ur þúsund merkja við mann á kjör­seðli þótt það hafi ekki dugað til að ná þeim ár­angri sem að var stefnt að þessu sinni. Ég mun láta kjör­nefnd flokks­ins, sem vinn­ur úr niður­stöðunni, vita að ég geri enga kröfu um sæti á fram­boðslista flokks­ins“.

„Sem fyrr verð ég til­bú­in til að leggja sjálf­stæðis­stefn­unni lið hvar og hvenær sem er. Hún sam­ein­ar íhalds­semi og frjáls­lyndi á svo fal­leg­an hátt. Ég óska Guðlaugi Þór og Áslaugu Örnu til ham­ingju með skýrt umboð til að leiða fram­boðslista flokks­ins í borg­inni. Diljá Mist og Hild­ur mega sömu­leiðis vera stolt­ar af ár­angr­in­um,“ skrif­ar Sig­ríður á Face­book-síðu sinni.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -