Þriðjudagur 14. janúar, 2025
8.3 C
Reykjavik

Brynjar orðinn afi: „Ég held að þessi kynlausa veröld muni á endanum drepa okkur öll úr leiðindum“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Mikil gleði umvefur líf Brynjars Níelssonar þessa dagana, og hann segir frá því hvers vegna svo sé:

„Það urðu tímamót í lífi mínu á fimmtudaginn þegar ég varð afi eða foreldri foreldris barns, eins og það mun heita ef frumvarp Pírata nær í gegn.“

Bætir við:

„Ég held að vísu að þessi kynlausa veröld „frjálslyndu umbótaaflanna“ muni á endanum drepa okkur öll úr leiðindum og löngu áður en þessi jörð verður óbyggileg, sem þó mun vera handan við hornið.“

Brynjar segist samt hafa „tekið eftir því á þessum þrem dögum sem afi að ég hef orðið allur mildari og finn fyrir aukinni samkennd með öðrum. Ég finn mikið til með Birni Leví sem hefur þurft að sæta kúgun og andlegu ofbeldi vegna klæðaburðar. Að geta ekki verið eins og niðursetningur í þingsal er síst minna ofbeldi og kúgun en konur í Íran þurfa að þola.

Ég vil því nota tækifærið að biðja Björn Leví afsökunar á að hafa verið þátttakandi í þessari kúgun og einelti og ekki náð að tengja aðstæður hans við hörmulega stöðu kvenna víða um heim.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -