Miðvikudagur 20. nóvember, 2024
-5.1 C
Reykjavik

Brynjar segir daga ÁTVR vera liðna: „Mjög kvalarfullt fyrir stóran hóp landsmanna“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, telur að dauðastríð ÁTVR sem einokunarverslunar í sölu áfengis, sé hafið. Dómsmálaráðherra lagði nýverið fram frumvarp sem veitir brugghúsum leyfi til að selja eigin framleiðslu og nýlega hafa gert sig gildandi aðilar sem selja áfengi í netsölu með hýsingu vefverslunar erlendis.

Íslendingar hafi hins vegar lengi haft einokunarblæti og óttist það mest að einkaaðilar gætu grætt á því sem ríkið hefur áður haft einkaleyfi á. Í nýjum pistli Brynjars hefur hann meðal annars þetta um málið að segja:

„Við Íslendingar höfum verið miklir ríkiseinokunarsinnar alveg frá því að við vorum með ríkiseinokun á sölu á síld þegar við urðum sjálfstæð þjóð. Venjulega verið mjög kvalarfullt fyrir stóran hóp landsmanna í hvert sinn sem einokun hefur verið aflétt. Sumir eru ekki enn búnir að ná fullum bata eftir að ríkiseinokun á ljósvakamiðlum var aflétt.

Ástæður fyrir þessu ríkiseinokunarblæti eru nokkrar. Algengust er óþol margra yfir því að einhver geti hagnast enda litið svo á að hagnaður sé á kostnað allra hinna. Þeir sömu, og margir aðrir, halda einnig að lýðheilsa þjóðarinnar og menning hennar sé í hættu ef aðrir en ríkisstarfsmenn sinni þjónustunni.

Á hinu háa Alþingi eru menn enn fastir í þessari úreldu hugmyndafræði þótt meðalaldur á þinginu hafi aldrei verið lægri.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -