Fyrrverandi stjórnmálamaðurinn og gallharði húmoristinn, Brynjar Níelsson, segir að „andstæðingar sjókvíaeldis í Seyðisfirði eru í áfalli yfir tillögu MAST um rekstrarleyfi til fiskeldis í firðinum.“
Brynjar er reyndar pollrólegur yfir ástandinu í fiskeldisfirðinum og bætir þessu við:
„Og áfallið er enn meira vegna þess að það er starfsstjórn í landinu. Það er eins og menn haldi að það megi ekki draga andann að því að það er starfsstjórn.“
Lífsglaður og húmorískur Brynjar segir að lokum að lífið haldi „áfram og lög eru enn í gildi þótt það sé starfsstjórn. Héldu menn eitthvað annað? Ég segi nú bara eins og hálf þjóðin:
Mér líður illa í augnablikinu og hvað ætla stjórnvöld að gera í því?“