Fimmtudagur 16. janúar, 2025
0.5 C
Reykjavik

Brynjar um Bubba, sóttvarnaraðgerðir og komandi kosningar – „Verður að hafa gaman af þessu“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Bubbi kallar fólk glæpamenn, ásakar það um peningaþvætti og hneykslast yfir þögn þingmanna. Rétt og rangt er hætt að skipta máli. Bubbi veit álíka mikið um peningaþvætti og ég veit um tónlist. Og ekki er ég að tjá mig um tónlist,” segir Brynjar Níelsson alþingismaður í bráðskemmtilegu Kvöldviðtali Mannlífs.

Í viðtalinu ræðir Brynjar ritdeilurnar við Bubba, sóttvarnaraðgerðir og komandi kosningar.

„Nú fer fólk að slá um sig, vera með stæla og tala um hvað við Sigga Andersen höfum verið vond við fólk í Covid. En það verður að hafa gaman af því ekki situr maður undir einhverju skemmtiefni alla daga hér í þinginu. Hér eru ekki margar tímamótaræður haldnar get ég sagt þér.“

Hann ræðir einnig Spánarferðina víðfrægu. „Þar hitti ég mikið af fólki sem annaðhvort var atvinnulaust eða í íhlaupavinnum, sérstaklega ungt fólk en atvinnuleysi þar hefur verið um 25% meðal þess hóps frá því fyrir hrun. Það er ekkert skaðlegra fyrir samfélag en þegar að stór hluti er án atvinnu, berst sífellt í bökkum og er ekki almennilegur þáttakandi í samfélaginu.“

Viðtalið má sjá í heild sinni hér.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -