Söfnun er hafin fyrir fjölskyldu Brynjars Gunnarssonar, frjálsíþróttamanns og þjálfara, sem lést á skírdag, 32 ára að aldri. Hann lést eftir erfiða baráttu við krabbamein og lætur eftir sig eiginkonu og son. Þá áttu þau hjónin von á öðru barni saman í haust.
Brynjar greindist með afar sjaldgæft krabbamein og var sá eini á landinu sem greinst hefur með þessa tegund. Hann greindist með tíu æxli í kviðarholinu í nóvember 2014 og barðist hetjulega við sjúkdóminn fram á síðsta dag.
Brynjar byrjaði að æfa frjálsar íþróttir þegar hann var sex ára gamall og sem þjálfari þjálfarði hann margt afreksfólk í gegnum tíðina. Hann var menntaður íþróttafræðingur og starfaði við kennslu við góðan orðstír. Þrátt fyrir erfið veikindin hélt Brynjar áfram að þjálfa. Hans var minnst með hlýjum orðum á Facebook-síðu Frjálsíþróttadeildar ÍR, þar sem hann var í miklum metu sem efnilegur íþróttamaður og síðar frábær þjálfari:
„Brynjar var einstök manneskja og þjálfari, sem náði frábærum árangri og hafði mjög mikla ástríðu fyrir þjálfun og velgengni allra sinna íþróttamanna og í raun allra íþróttamanna. Hann átti vináttu allra þeirra sem hann þjálfaði og starfaði með og í kringum Brynjar var alltaf gleði og jákvæðni. Þrátt fyrir veikindin sem Brynjar glímdi við þá þjálfaði hann með góðum árangri allt fram á síðasta dag og skilur hann eftir sig stórt skarð sem erfitt verður að fylla.“
Ljóst er að minningin um Brynjar mun lifa um ókomna tíð hjá þeim sem hann þekktu.

Brynjar verður jarðsunginn næstkomandi mánudag klukkan 13. Hægt er að nálgast streymi frá athöfninni hér.
Þeim sem vilja hjálpa litlu fjölskyldu Brynjars geta styrkt hana á eftirfarandi á söfnunarreikningi:
0370-22-017567
Kennitala: 240586-6229.