Miðvikudagur 20. nóvember, 2024
-5.1 C
Reykjavik

Brynjólfi afar brugðið í Krónunni: „Þessi maður ætti að skammast sín!!“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Brynjólfi nokkrum var brugðið við dónaskap viðskiptavinar Krónunnar en viðkomandi móðgaði Brynjólf með látum sínum og dónaskap.

Brynjólfur starfar í Krónunni og deildi upplifun sinni í fjölmennum hópi á Facebook, Sögur af dónalegum viðskiptavinum. Þar segir hann:

„Ég lenti í mjög dónalegum viðskiptavini sem öskraði á mig þegar ég var að þrífa sjálfsafgreiðslukassana í krónunni í árbæ. Hann sagði við mig að ég ætti að drífa mig í að þrífa kassann. Ég meina auðvitað þarf ég að þrífa sjálfsafgreiðslukassana, en það er lágmarks kurteisi að viðskiptavinir séu kurteisir og þolinmóðir og tali við afgreiðslufólk af virðingu. Hann gerði það ekki og móðgaði mig með þessum látum og dónaskap. Ég sendi honum tóninn og ég sagði honum að það væri óþarfi að vera svona dónalegur. Hann hefði sjálfur átt að vera kurteis og velja sér annan kassa til að fara á.“

Fjölmargir í hópnum bregðast ókvæða við lýsingu Brynjólfs og furða sig á hegðun viðskiptavinarins sem um ræðir. Valgerður er ein þeirra. „Mikið er leiðinlegt sð heyra þetta Brynjólfur minn ! Þú sem ert alltaf boðinn og búinn til að hjálpa. Þessi maður ætti að skammast sín!!,“ segir Valgerður. Katrín er heldur ekki sátt að heyra þetta. „Þađ er nauđsynlegt ađ láta svona frekjuliđ heyra þađ til baka. Gott hjá þér,“ segir Katrín. 

Páll nokkur hefur því miður oft horft upp á svipað. „Ég er búinn að vinna í sérvöruverlun í mörg ár og lendi í dónafólki alltaf öðru hvoru. Samt er ég að sjá að yngra fólkið er að lenda frekar í svona og enn frekar ungar stelpur. Ég fylgist oft með yngra starfsfólkinu þegar mig grunar að pirrað fólk er að koma. Og um leið og ég sé svoleiðis fara í gang geng ég rólega í átt að starfsmanninum og stend svo bara nálægt honum. Oftast dugar þetta og fólk hættir að æsa sig. Þess ber að geta að ég er rúm 100 kg og með annsi úfið skegg,“ segir Páll. 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -