Þriðjudagur 19. nóvember, 2024
-5.1 C
Reykjavik

Búast við að slúðursögur fari á flug í vikunni

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Samkomubann tók gildi um allt land á miðnætti og verður í gildi næstu fjórar vikur. Víðir Reyn­is­son yf­ir­lög­regluþjónn segir að það megi búast við að slúðursögur fari á flakk á næstu dögum.

„Ég held að við séum öll pínu hrædd, það er eðlilegt,“ sagði Víðir í samtali við morgunútvarp Rásar tvö. Hann bætti við að nú væri mikilvægt að tala um líðan sína. „Við vitum að börn og unglingar eru að ræða þetta,“ sagði Víðir og benti á að ýmsar slúðursögur í tengslum við COVID-19 og samkomubannið væri í dreifingu á samfélagsmiðlum.

Hann tók sem dæmi slúður sem fór í dreifingu í gær á samfélagsmiðlum um einstakling sem var sagður hafa greinst með COVID-19 í gær eftir að hafa verið á skemmtistaðnum B5 á laugardaginn. Sagan sagði að nú þyrftu allir sem hefði farið á B5 á laugardaginn að fara í sóttkví.

„Svo kemur í ljós að þetta var bara tröllasaga. Svona sögur eigum við eftir að heyra í vikunni,“ sagði Víðir.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -