Miðvikudagur 15. janúar, 2025
6.6 C
Reykjavik

Bubbi gerir enn ein mistökin: „Myndin af mér og Hafþóri var taktlaus og mistök af minni hálfu“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens virðist eiga erfitt með að ákveða sig hvort hann fordæmir eða styður þá einstaklinga sem orðaðir hafa verið við meint kynferðisbrot og annað ofbeldi gegn konum. Bubbi hefur sveiflast upp á síðkastið og ýmist talað máli þeirra aðila sem upp hafa komið í umræðu tengda slíku ofbeldi, eða birt af sér myndir sem hafa vakið óánægju.

 

Á milli þess sem hann gerir mistök eins og hann kallar það sjálfur og biðst afsökunar á þeim virðist hann alfarið gleyma því. Nýjasta dæmið er mynd sem Bubbi birtir á Instagram reikningi sínum, sem hann hefur nú eytt út, af sér og Hafþóri Júlíussyni.

 

Innleggið á Instagram sem Bubbi hefur nú eytt út af reikningi sínum

 

Bubbi ritar undir myndina af sér og Hafþóri (Texti upprunalega á ensku svo um þýddan texta er að ræða): Svo mikil virðing það eru fáir íþróttamenn sem geta skipt á milli íþróttar og verið góðir í henni. En það getur Fjallið.

- Auglýsing -

 

Gagnrýndur harðlega

Bubbi hefur verið gagnrýndur harðlega fyrir uppátækið og hefur enn enn á ný sent frá sér afsökunarbeiðni á Twitter síðu sinni: „Lífið er svart og hvítt með alla litina á milli við gerum öll mistök stundum mörgum sinnum um ævina við erum mannleg myndin af mér og Hafþóri var taktlaus og mistök af minni hálfu maður lærir af mistökum sínum þegar maður sér þau blasa við ást og kærleikur“.

- Auglýsing -

 

Yfirlýsing Bubba á Twitter

 

 

Ólöf Tara Harðardóttir ein af meðlimum hópsins Öfga, er ein þeirra sem tjáð sig hefur um uppátæki Bubba og í stöðuuppfærslu á Twitter segir hún: „Ég hef elskað tónlistina þína frá því ég var lítið barn og þitt framferði síðast liðna mánuði er fyrir neðan allar hellur“. Ólöf segir einnig: „Það er ekki hægt að velja hvaða ofbeldi maður fordæmir“.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -