Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens þykir í seinni tíð vera afar klókur í viðskiptum . Ein matarhola hans er að selja textaverk sín sem njóta mikilla vinsælda. Um er að ræða innrammað uppkast að hinum ýmsu frumtextum sem hann hefur samið í gegnum tíðina. Dýrustu verkin kosta 85 þúsund krónur. Heildar söluverðmæti verkanna er að sögn DV 46 milljónir króna. Þetta er þriðja árið sem Bubbi rær á þessi mið. Það munar um minna inn í heimilisreksturinn. Sagt er frá því í Viðskiptablaðinu að félag Bubba og Hrafnhildar Hafsteinsdóttur, eiginkonu hans, hafi hagnast um 38 milljónir króna á síðasta ári. Það er sem sagt verðskuldað góðæri hjá þeim hjónum …