Miðvikudagur 15. janúar, 2025
6.1 C
Reykjavik

Bubbi segir tvær þjóðir búa á Íslandi: „Ein notar krónu, hin með alla vasa troðna af evrum“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Bubbi Morthens segir tvær þjóðir búa á Íslandi, ein sem notar krónu og önnur með fulla vasa af evrum og dollurum.

Söngvarinn sívinsæli, Bubbi Morthens skrifaði færslu á Facebook í dag þar sem hann segir tvær þjóðir búa á Íslandi. „Ein notar krónu hún nær rétt að halda höfðinu uppúr sjónum með fólkið svamlandi í verðbólgu boðaföllum með verðtrigð krónulán bundin um öklann sem er að drag fólk ofaní grængolandi dýpið,“ skrifaði Bubbi og hélt áfram: „Hin siglir sléttan sjó á lúxus snekjum sínum rekur sinn áróður í sínum einka fjölmiðlum með alla vasa troðna af evrum og dollurum en notar krónuna með seðlabankan sem bakhjarl til þess að borga laun alþíðunar sem vinnur hjá þeim.“

Færsluna má lesa hér í heild sinni:

„Þór Sigfússon, stofnandi og stjórnarformaður Sjávarklasans segir mikilvægt að stórfyrirtæki á borð við þau sem hafa byggst upp hér á landi í sjávarútvegi og tengdum greinum hafi höfuðstöðvar sínar áfram á Íslandi og við verðum ekki útibúaland. Hann telur íslensku krónuna ekki hamlandi í þeim efnum enda séu öll helstu fyrirtækin komin út úr þeim gjaldmiðli.

Það eru tvær þjóðir í landinu ein notar krónu hún nær rétt að halda höfðinu uppúr sjónum með fólkið svamlandi í verðbólgu boðaföllum með verðtrigð krónulán bundin um öklann sem er að drag fólk ofaní grængolandi dýpið. Hin siglir sléttan sjó á lúxus snekjum sínum rekur sinn áróður í sínum einka fjölmiðlum með alla vasa troðna af evrum og dollurum en notar krónuna með seðlabankan sem bakhjarl til þess að borga laun alþíðunar sem vinur hjá þeim það eru til tvær þjóðir í landinu sú sem heldur bönkunum gangandi og hin sem sem á fiskin í sjónum og hefur verið kaupa upp fyrirtæki í stórum stíl útum allt það eru tvær þjóðir í landinu gleymum aldrei því.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -