Tónleikar Baggalúts um helgina þóttu vera fremur hömlulitlir ef litið er til sóttvarna. Drykkja var áberandi og eitthvað mun hafa verið um það að gestir væru að þvælast á milli sóttvarnahólfa. Talið er hugsanlegt að tónleikahaldarararnir verði sektaðir fyrir brot á sóttvarnalögum. Bubbi Morthens er þrautreyndur þar sem kemur að tónleikahaldi. Hann var að sjá fjúkandi reiður á Facebook þar sem hann skammaði Baggalútana. „Djöfull er það súrt að kollegar geti ekki séð til þess að sóttvarnareglur séu virtar á tónleikum kvöld eftir kvöld,“ skrifaði hann og áréttaði að kæruleysið bitnaði hart á öðrum tónleikahöldurum. Sjálfyr er hann með sína árlegu Þorláksmessutónleika sem gætu verið í uppnámi ef fer sem horfir. Í fréttum helgarinnar kom fram að allta annar bragur hefði verið á tónleikum Björgvins Halldórssonar og öllum reglum fylgt þar …