Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, öðru nafni Auður, hefur gengið um djúpa dali eftir ásakanir um að hann hafi stigið yfir mörk kvenna í ástarsamböndum við þær. Auður naut gríðarlegra vinsælda en hvarf af sjónarsviðinu og hefur upplýst að hann hafi farið yfir mörk kvenna. Í framhaldinu fór hann í nákvæma sjálfsskoðun til að átta sig á breyskleikum sínum. Fæstir, aðrir en þeir öfgafylllstu, hafa séð ástæðu til þess að fordæma tónlistarmanninn vegna ásakananna. Fámennur en hávær hópur krafðist fordæmingar og að hann verði sniðgenginn um aldur og ævi fyrir sakir sem eru lagalega séð engar og þrátt fyrir siðbótina.
Nú er tónlistarmaðurinn aftur kominn fram í sviðsljósið með lag sem hann og Bubbi Morthens sömdu og flytja saman. Þetta er lagið Tárin falla hægt sem er klárlega með vísan í örlagasögu Auðuns.
Bubbi á sér ótal margar hliðar eins og fram kemur í söngleiknum 9 líf. Þessi hlið á honum að taka stöðu með Auði og hjálpa honum að endurheimta feril sinn lýsir manngæsku og kjarki …. .