Laugardagur 23. nóvember, 2024
-2.3 C
Reykjavik

Bubbi um hertar sóttvarnaraðgerðir: „Það dynur á okkur áróður og dauðageigurinn er útum allt“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Bubbi Kóngur Mothens er ekki ánægður með hertar sóttvarnaraðgerðir og lætur í sér heyra:

„Í dag verður þrengt að frelsi okkar enn og aftur. Í bráðum tvö ár hef ég búið við það að geta eins og obbinn af minni stétt lítið stundað atvinnu mína – fyrir utan allt hitt. Ég skil alveg vandamál spítala sem á í erfiðleikum með fjóra á gjörgæslu og 17–18 liggjandi inni,“ segir hann og bætir við:

„Nú tel ég hinsvegar að yfirvöld verði að fara að tækla það vandamál í alvöru og fara í aðgerðir, þetta getur ekki gengið lengur svona að slaka og herða til skiptis á 3–4 vikna fresti. Það er galið. Það eru afar fáir sem veikjast, stór hópur þjóðarinnar er bólusettur og svona lítur þetta út eftir bólusetningu:

97,8% hafa ekki þurft á sjúkrahús –99,6% hafa sloppið við gjörgæslu –99,8% hafa sloppið við öndunarvél –99,95% hafa lifað af -“

Hann segir að „það dynur á okkur áróður og dauðageigurinn er útum allt. Hægt og rólega er frelsið tekið frá okkur í skömmtum og við erum svo vön því að við verjum það og hjólum í þá sem benda á það. Áhyggjur eru eðlilegar en ef frelsissvipting er varin með því að spítali geti ekki tekið við fólki þegar fjórir eru á gjörgæslu og 17 inniliggjandi þá er það óásættanlegt. Flestir sem veikjast eru lítið sem ekkert veikir, meira að segja þegar 200 smit greindust.“

Bubbi nefnir að „nokkrir vinir mínir bólusettir hafa smitast en sýna nánast engin einkenni. Nokkrir hafa fengið hita. Ég mun þiggja þriðju sprautuna eins og hinar. Ég tel okkur vera komin á hálan ís. Frelsi okkar er mikilvægt, svo mikilvægt að við verðum að spyrja spurninga og vera gagnrýnin. Tvö ár er langur tími og skaði fyrir alla og þá sérstaklega frelsið.“

- Auglýsing -

Bubbi er á því að þótt „virk kórónuveirusmit á Íslandi hafi aldrei verið fleiri eru innlagnir á spítala langt frá því mesta sem verið hefur frá því faraldurinn hófst. Faraldurinn er einnig á uppleið á hinum Norðurlöndunum og því áhugavert að bera saman aðgerðir í löndunum. Átján eru inniliggjandi á spítala hér á landi með Covid-19, eða sem nemur tæpum fimm á hverja 100 þúsund íbúa. Spítalainnlögnum hefur ljóslega fækkað mikið eftir að bólusetning varð útbreidd. Þá er enn nokkuð í að innlagnir nái sömu hæðum og í ágúst síðastliðnum. Nokkrar vikur geta liðið frá því fólk smitast þar til það þarf að leggjast inn á spítala.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -