Miðvikudagur 15. janúar, 2025
6.6 C
Reykjavik

Búðarþjófur kýldi starfsmann og lagði á flótta – Skjálfandi útigangsmenn fengu húsaskjól í fangelsi

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Búðarþjófur, sem staðinn var að verki við að stela matvælum, brást illa við. Hann kýldi starfsmanninn sem ljóstraði upp um hann og lagði síðan á flótta með þýfið. Lögreglan mætti á staðinn en búðaþjófurinn var þá horfinn sporlaust.
Iðnaðarmaður slasaðist á fæti þegar hann féll við störf sín. Hann var fluttur til frekari aðhlynningar á slysadeild.

Búðaþjófur var staðinn að hnupli í austurborginni. Þjófurinn var ennþá á staðnum þegar lögregla kom. Hann reyndist ekki vera í árásarham eins og sá sem kýldi starfsmann og viðurkenndi brot sitt. Hann var látinn laus að lokinni vettvangsskýrslu.

Tveir ökumenn voru stöðvaðir í umferðinni, grunaðir um akstur undir áhrifum fíkniefna. Þeotr voru handteknir og dregið úr þeim blóð. Mennirnir voru látnir lausir að blóðsýnatöku lokinni.

Þriðji ökumaðurinn var stöðvaður við umferðareftirlit í nótt. Sagðist hann síðast hafa neytt fíkniefna um morguninn en dró þá yfirlýsingu síðan til baka. Munnvatnssýni reyndist vera jákvætt á fíkniefni. Ökumaðurinn var handtekinn og fluttur á lögreglustöð en laus að blóðsýnatöku lokinni.

Á tveimur stöðum var tilkynnt um óvelkomna menn þar sem þeir áttu ekki að vera og neitaði annar þeirra að fara. Þeir hafa komið við sögu lögreglu áður. Útigangsmennirnir voru báðir heimilislausir og kaldir. Starfsfólk gistiskýla Reykjavíkurborgar neituði að taka við mönnunum köldu þar sem annar væri ekki gjaldgengur þar og hinn í banni. Báðir óskuðu mennirnir skjálfandi eftir að komast í hlýjuna í klefa á lögreglustöðinni á Hverfisgötu. Þeim var veitt skjól frá kuldanum yfir nóttina.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -