Uppnám varð í fataverslun verslun í gær eftir að búðaþjófur var staðinn að verki. Starfsmenn stóðu manninn að verki við að stela fatnaði. Þjófurinn var ekkert á því að játa á sig verknaðinn og reyndi flótta. Starfsmenn fóru á eftir manninum, náðu honum og hringdu á lögreglu. Á leiðinni á vettvang bárust upplýsingar frá starfsmönnum um að gerandinn væri að reyna að veitast að starfsmönnum. Þjófurinn var handtekinn þegar lögreglan kom á vettvang og fluttur á lögreglustöð og kærður fyrir þjófnað og hótanir. Hann var látinn laus að lokinni skýrslutöku. Afgreiðslufólkinu varð ekki meint af samskiptunum.
Húsráðanda brá í brún við heimkomu sína þar sem óvelkominn gestur hafði brotist inn og hreiðrað um sig. Maðurinn lá sofandi í sófa þegar húseigandinn kom heim til sín. Þreytti innbrotsþjófurinn er góðkunningi lögreglunnar. Hann verður kærður fyrir húsbrot , þjófnað og vörslu fíkniefna.
Innbrot var framið á vinnusvæði í austurborginni. Málið er í rannsókn.
Þrír ökumann voru stöðvaðir í gær, grunaðir um akstur undir áhrifum fíkniefna. Mál þeirra fara sína leið í kerfinu.
Aðra nóttina í röð var ekkert að gerast hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Á öllum póstum höfðu menn það náðugt, samkvæmt dagbók lögreglunnar. Rólegheitin má hugsanlega rekja til þess að verslunarmannahelgin er að baki og nátthrafnar að safna kröftum.