Lögreglan átti náðuga tíma í nótt og fátt var um afbrot eða annað sem kallaði á aðstoð laganna varða. Í morgun gistu þrír í fangageymslu lögreglu. Búðaþjófar settu einna helst lit sinn á gærkvöldið og voru víð að á aðventunnu.
Tilkynnt um þjófnað í verslun. Lögreglan var kölluð til og var mál búðaþjófsins leyst á vettvangi.
Enginn slasaðist þegar bifreið hafnaði á staur. Þarna virðist ökumaður hafa misst stjórn á bifreið sinni með þessum afleiðingum.
Ökumaður stöðvaður í akstri grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Sá var einnig sviptur ökuréttindum og var laus úr haldi lögreglu eftir sýnatöku.
Tilkynnt um þjófnað í verslun. Lögregla kölluð til og var málið leyst á vettvangi.
Lögregla kölluð til vegna þess að ráðist hafði verið á starfsfólk verslunar. Málið er í rannsókn.