Þriðjudagur 14. janúar, 2025
8.8 C
Reykjavik

Búðaþjófar við iðju sína um alla borg – Ökumaður á hraðferð felldi ljósastaur og iðraðist

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Búðaþjófar voru víða á ferli í gær og sumir þeirra náðust. Ekki var þó um stórtækan þjófnað að ræða, heldur „eitthvað um hnupl“ eins og segir í dagbók lögreglunnar. Talsvert var um grunsamlegar mannaferðir í borginni og hávaðaseggir voru víða.

Í miðborginni var lögreglan kölluð til vegna sauðdrukkins manns sem var til ama og leiðinda á krá. Hann reyndist vera æstur, óðamála og hávær.  Sá drukkni þverskallaðist við og hlýddi í engu fyrirmælum lögreglu. Hann var handtekinn og vistaður í klefa sökum ástands og hegðunar. Hann mun horfast í augu við hegðun sína í morgunsárið þegar hann vaknar á gúmmídýnu í fangaklefa.

Skóþjófur var á ferð í sundlaug í Reykjavík. Hann gerðist fingralangur við skórekka og hafði með sér skótau á brott. Málið er ekki upplýst en er í rannsókn.

Ökumaður á hraðferð náði ekki að sveigja hjá ljósastaur. Hann hafði misst stjórn á bifreið sinni og felldi staurinn og stórskemmdi bifreiðina. Ökumaðurinn reyndist hvorki vera ölvaður né undir áhrifum annarra efna. Hann iðraðist og játaði að hafa ekið of hratt og misst stjórn á bifreiðinni sem er óökufær.

Ökumaður sem stöðvaður var í umferðinni var látinn blása en reyndist vera undir mörkum. Þó kom á daginn að hann var án ökuréttinda. Honum var gert að hætta akstri og á yfir höfði sér sekt að lágmarki 120 þúsund krónur.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -