Lögreglu barst tilkynning í gærkvöldi um aðila sem svaf undir stýri. Þegar lögregla hafði afskipti af viðkomandi tjáði hann lögreglu að hann væri uppgefinn eftir próflestur liðinna daga og hefði verið að leggja sig áður en hann færi að kaupa í matinn.
Fyrr um kvöldið var lögregla kölluð út til þess að vísa óvelkomnu fólki úr stigagangi en þangað var það komið til þess að neyta fíkniefna. Klukkan sjö í gærkvöldi fór lögregla í húsleit á heimili í Reykjavík. Aðilinn var kærður fyrir vörslu á kökum sem eru taldar innihalda kannabisefni. Tveir ökumenn voru handteknir vegna gruns um akstur undir áhrifum vímuefna. Mennirir eru einnig grunaðir um að hafa ollið skemmdum á bifreið sem ekki var í þeirra eigu. Báðir mennirnir gistu í fangaklefa lögreglu.