Þriðjudagur 26. nóvember, 2024
3.3 C
Reykjavik

Búi og Ragnheiður fyrst í mark í 100 km hlaupi: „Keppnin tókst frábærlega“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Búi Steinn Kára­son og Ragn­heiður Svein­björns­dótt­ir komu fyrst í mark í 100 kíló­metra hlaupi Hengils Ultra Trail 2019. Búi á tím­an­um 15:00:28 og Ragn­heiður á 15:25:32.

Búi að hlaupi loknu. Mynd Einar Bárðarson
Ragnheiður slær á létta strengi í marki. Mynd Einar Bárðarson

Keppnin átti að hefjast á föstudagskvöld, en var frestað um sólarhring vegna veðurs. „Það var hárrétt ákvörðun að fresta, öryggi keppenda er númer eitt,“ segir Einar Bárðarson mótshaldari í samtali við Manníf hæstánægður með helgina. „Keppnin tókst frábærlega. Hengill Ultra verður í Hveragerði að ári, engin spurning!“

Einar ásamt syni hans, Einari Birgi 11 ára

Kepp­end­ur frá 18 þjóðlönd­um voru skráðir til leiks og komu þeir frá Banda­ríkj­un­um, Kan­ada, Nýja-Sjálandi, Hong Kong, Póllandi og Slóven­íu, og Íslandi að sjálfsögðu, svo nokkur lönd séu nefnd.

„Fólk sem ákveður að hlaupa 100K í haust rigningu og myrkri er úr einhverju sérstaklega sterku stuffi,“ segir Einar.

Heng­ill Ultra er lengsta ut­an­vega­hlaup á Íslandi, en þetta er í áttunda sinn sem keppnin fer fram. Metþátt­taka í öll­um hlaupa­vega­lengd­um keppn­inn­ar en keppt er í sex mis­mun­andi keppn­is­grein­um eða hlaupa­vega­lengd­um. Vega­lengd­irn­ar eru 100, 50, 25, 10 og 5 kíló­metr­ar og í ár var í fyrsta skipti keppt í 25 kíló­metra boðhlaupi.

Kepp­end­ur í 100 kíló­metra hlaup­inu fóru af stað klukk­an átta í gær­kvöldi en keppni í 50 kíló­metra hlaupi hófst klukk­an átta í morg­un.

- Auglýsing -

Myndirnar tók Einar Bárðarson.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -