Föstudagur 15. nóvember, 2024
-0.1 C
Reykjavik

Búið að ná utan um málið en vilja skýringar á mörgum atriðum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Við erum að einhverju leyti búin að ná utan um þetta mál en við eigum eftir að fá skýringar á mörgum atriðum,” sagði Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn í samtali við Rás 2 í morgun um mál sem upp er komið vegna sex rúmenskra manna sem lögreglan hafði afskipti af um helgina en tveir úr hópnum reyndust smitaðir af COVID-19. Í kjölfarið var farið í að hafa uppi á fólki sem mennirnir eru taldir hafa verið í samskiptum við síðan þeir komu inn í landið í síðustu viku.

Fimm einstaklingar sem taldir eru hafa verið í samskiptum við mennina gáfu sig fram í nótt. Núna eru 11 í Sóttvarnarhúsinu við Rauðarárstíg vegna málsins, þar af tveir í einangrun með staðfest smit.

Víðir segir málið hafa þróast hratt yfir helgina en hann telur lögreglu vera búna að ná utan um það. Hann segir ferlið í kringum málið vera snúið þar sem margir koma að málinu, m.a. hópur lögregluþjóna og heilbrigðisfólks.

Heyrðu í fréttum að þeir ættu að vera í sóttkví

Núna eru 16 lögreglumenn í sóttkví vegna málsins. Víðir segir fylgst vel með hópnum og búið sé að taka sýni úr öllum í hópnum. Hann segir málið „gríðarlega erfitt“ fyrir fólkið.

Víðir lýsir málinu sem „óþægilegu“ og segir að til að bæta gráu ofan á svart hafi nokkrir lögreglumenn úr þessum 16 manna hópi frétt af því að þeir væri komnir í sóttkví vegna smituðu mannanna í fjölmiðlum þegar Víðir veitti viðtal um málið. „Það var ekkert sérstaklega þægilegt að fá fréttirnar með þeim hætti.“

- Auglýsing -

Sjá einnig: Smitaður þjófar gætu hrundið af stað hópsmiti – einn enn ófundinn

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -