- Auglýsing -
Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu tókst að lokum að slökkva hina skæðu sinuelda sem loguðu í Heiðmörk. Tveir ferkílómetrar af gróðurlendi urðu eldunum að bráð.
Slökkvistarf gekk erfiðlega sökum þess hversu langt frá veginum eldurinn brann. Eldurinn kviknaði á fjórða tímanum í gær og það var ekki fyrr en klukkan fjögur í nótt sem síðustu slökkviliðsmennirnir fóru af svæðinu, þá fullvissir um að eldarnir væru slokknaðir og engar líkur væru á að eldurinn tæki sig upp að nýju.