Föstudagur 27. desember, 2024
3.8 C
Reykjavik

„Búnar að upplifa mörg gæsahúðaraugnablik“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þær Kolbrún Pálína Helgadóttir og Kristborg Bóel Steindórsdóttir eru önnum kafnar þessa dagana í tökum á sjónvarpsþáttum um skilnaði.

 

Þættirnir, sem eru framleiddir af Saga Film og Sjónvarpi Símans, verða sjö talsins og fjalla um ást, ástarsambönd, skilnaði og allt þar á milli.

Kolbrún og Kristborg hafa verið önnum kafnar í tökum og eru langt komnar í ferlinu. „Eftir gríðarlegan undirbúning síðustu mánaða með frábæru teymi Saga Film hófust tökur formlega í síðustu viku en við eigum enn nokkra tökudaga eftir. Þá treystum við á hugrakka einstaklinga sem eru til í að deila reynslu sinni með okkur í von um að geta hjálpað öðrum þarna úti,“ segir Kolbrún.

Þá treystum við á hugrakka einstaklinga sem eru til í að deila reynslu sinni með okkur.

„Tökudagarnir voru eðlilega langir og strangir en ganga framar vonum. Viðmælendur okkar hafa verið frábærir og við erum búnar að upplifa mörg gæsahúðaraugnablik yfir því hvað fólk er opið og tilbúið að gefa af sér,“ útskýrir Kolbrún. Hún segir að það hafi gengið vel að finna viðmælendur sem eru tilbúnir að opna sig og deila sinni reynslu.

Krist­borg Bóel skrifaði bók um sinn eig­in skilnað, bók­in 261 dag­ur kom út í fyrra.

„Það hefur gengið vonum framan að fá viðmælendur þó svo að þeirri vinnu sé ekki lokið enn. Við upplifum að það séu allir tilbúnir að aðstoða okkur og fólki finnst greinilega mikilvægt að tala um þetta málefni. Fólk virðist vera sammála um að það þurfi að breyta viðhorfi fólks til ástarsambanda og mögulega minnka kröfurnar aðeins, eyða minni tíma á samfélagsmiðlum og leggja meiri áherslu á sjálfsrækt til þess að vera hæfur til að vera í góðu sambandi. Við erum að fá góð ráð sem vonandi gagnast öllum þarna úti, bæði einstaklingum, fólki í sambandi og fráskildum.“

Flest höfum við erfiða reynslu í bakpokanum.

Kolbrún segir vinnuna í kringum þættina hafa verið gefandi en líka krefjandi enda er auðvelt að tengja við margt sem hefur komið fram í tökum. „Öll getum við tengt við eitthvað sem kemur fram í þessum viðtölum, flest höfum við erfiða reynslu í bakpokanum. En allt þetta upplýsingaflæði er búið að vera svakalega lærdómsríkt og mannbætandi.“

- Auglýsing -
Sigga Dögg kynfræðingur kemur fram í þáttunum.

Þess má geta að þættirnir verða sýndir í haust á Sjónvarpi Símans.

Sjá einnig: „Skilnaður skorar mjög ofarlega á streituskalanum“

Áhugasamir geta fengið smá innsýn inn í tökuferlið í gegnum Instagram hjá Kristborgu og Kolbrúnu.

- Auglýsing -

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -